Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur á hringtorgi og beltislausir ökumenn
Mánudagur 25. nóvember 2013 kl. 09:39

Harður árekstur á hringtorgi og beltislausir ökumenn

Ökumaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um helgina eftir að hann hafði ekið inn í hliðina á annarri bifreið á hringtorgi. Hann kenndi eymsla í hálsi. Fjarlægja þurfti bifreiðina, sem ekið var á, með dráttarbíl af vettvangi. Annar ökumaður bakkaði bifreið sinni á aðra, kyrrstæða og mannlausa.

Þá kærði lögreglan á Suðurnesjum sex ökumenn um helgina fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn, auk þess sem fjórir til viðbótar gerðust brotlegir við umferðarlög með öðrum hætti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024