Harður árekstur á Hafnavegi
All harður árekstur varð á Hafnavegi við miðlunartanka Hitaveitunnar á öðrum tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en eignatjón talsvert á bifreiðum.Bílarnir, leigubifreið og stór bílaleigubíll, lentu framan á hvor öðrum eftir að ökumaður annarar bifreiðarinnar hafði misst stjórn á ökutækinu. Báðir bílarnir voru fjarlægðir með kranabifreið.