Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona

Fréttir

Harður árekstur á Grindavíkurvegi
Laugardagur 8. maí 2010 kl. 17:59

Harður árekstur á Grindavíkurvegi

Harður árekstur varð á Grindavíkurvegi nú á fimmta tímanum í dag þar sem tvær bifreiðar rákust harkalega saman á gatnamótum við Bláalónsveginn. Þrennt slasaðist í árekstrinum og þurfti að flytja á sjúkrahús.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl


Ein sjúkrabifreið frá Grindavík var send á slysstað auk sjúkrabifreiðar og tækjabíls frá Reykjanesbæ. Það var ekki fyrr en björgunarliðið frá Brunavörnum Suðurnesja í Reykjanesbæ var komið á staðinn að þriðji sjúkrabíllinn frá var kallaður á vettvang.


Í samtali við Víkurfréttir sagði Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, að eitthvað hafi farið úrskeiðis við boðun björgunarliðs í dag. Slysið hafi orðið á svæði Slökkviliðs Grindavíkur en Neyðarlínan hafi boðað Brunavarnir Suðurnesja til aðstoðar og hafi útkallið verið óljóst. Gera má ráð fyrir að útkallið á Grindavíkurveg í dag verði skoðað sérstaklega.



Myndir frá slysavettvangi á Grindavíkuvegi síðdegis. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25