Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Flugvallavegar
Mánudagur 5. janúar 2015 kl. 13:56

Harður árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Flugvallavegar

Harður árekstur varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærkvöld þegar tvær bifreiðar skullu saman á gatnamótum Reykjanesbrautar og Flugvallavegar. Í tilkynningu um atvikið var þess getið að loftpúðar hefðu sprungið út en ekki var talið að alvarleg slys hefðu orðið á fólki. Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til frekari skoðunar en reyndust sem betur fer ómeiddir. Bifreiðarnar voru fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024