Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Harður árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu
Miðvikudagur 1. október 2014 kl. 15:18

Harður árekstur á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu

Árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu nú fyrir skömmu. Svo virðist sem þrír bílar hafi rekist saman og ljóst að áreksturinn var nokkuð harður. Alls voru sex farþegar í bílunum samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja. Þar af voru fjórir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar, en einn var fluttur strax í Reykjavík á Landspítalann. Ekki lágu frekari upplýsingar fyrir varðandi líðan farþega þegar Víkurfréttir höfðu samband við Brunavarnir Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Myndir af vettvangi EJS