Harður árekstur á gatnamótum á Fitjum
All harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekkjar þegar ökumaður fólksbifreiðar á leið til Reykjavíkur ók í veg fyrir bíl sem var að koma úr austurátt til Reykjanesbæjar. Engin meiðsl urðu á fólki en bílarnir eru talsvert mikið skemmdir.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum stöðvaði ökumaður á Toyota bifreið á leið til Reykjavíkur á stöðvunarskyldu en sá ekki hvíta Audi bifreið sem kom austur Reykjanesbraut með þeim afleiðingum að hann ók í veg fyrir hann. Skullu þeir nokkuð harkalega saman með þeim afleiðingum að Toyotan snérist í hálfhring og loftpúði sprakk út.
Lögreglumenn að störfum á vettvangi á Fitjum.