Harður árekstur á Fitjum nú síðdegis
Allharður árekstur tveggja bíla varð á Fitjum í Reykjanesbæ nú síðdegis. Allt tiltækt lögreglulið var sent á staðinn, auk sjúkrabíls frá Brunavörnum Suðurnesja.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á vettvangi urðu ekki alvarleg meiðsl á fólki en bifreiðar þurfti að fjarlægja með dráttarbifreið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins nú áðan. Umrædd gatnamót Reykjanesbrautar og Stekks hafa í gegnum árin verið mikil slysagildra. Ekki er að vænta breytinga á því þar sem tvöföldun Reykjanesbrautar nær ekki að þessum gatnamótum.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson