Mánudagur 23. ágúst 2004 kl. 09:26
Harður árekstur á bílaplani í nótt
Skömmu fyrir kl. 2 í nótt var tilkynnt um nokkuð harðan árekstur á bílaplani við Hafnargötu 12 í Keflavík. Lögregla fór á staðinn. Önnur bifreiðin var talsvert skemmd eftir óhappið og var hún fjarlægð af vettvangi með dráttarbifreið.