Harður árekstur á Ásbrú
– ekki alvarleg meiðsl á fólki en bílarnir mikið skemmdir
Harður árekstur varð síðdegis í gær á Ásbrú. Áreksturinn varð á gatnamótum Flugvallarbrautar og Valhallarbrautar þegar einni bifreið var ekið í veg fyrir aðra þegar ökumaður virti ekki stöðvunarskyldu.
Ökumenn beggja bíla voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar en meiðsli voru ekki alvarleg. Bifreiðarnar eru hins vegar báðar mikið skemmdar og voru dregnar á brott.
VF-myndir: Hilmar Bragi