Harður árekstur
Harður árekstur varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld, þegar bifreið var ekið inn á Reykjanesbraut og í veg fyrir aðra bifreið.
Ökumenn voru einir í bílunum og voru þeir fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Líknarbelgir sprungu út í báðum bifreiðunum við höggið og voru þær fjarlægðar af svæðinu með dráttarbifreið.