Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harður árekstur
Fimmtudagur 29. júlí 2004 kl. 17:50

Harður árekstur

Jeppi og fólksbifreið lentu í hörðum árekstri á Flugvallarveginum í dag. Óhappið átti sér stað rétt áður en kemur að hringtorginu við Flugvallarveg. Að sögn lögreglumanna sem voru á staðnum er fólksbifreiðin ónýt og jeppinn einnig illa farinn.

Tvær stúlkur voru í fólksbifreiðinni og voru þær fluttar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til athugunar. Í samtali við lækni stúlknanna fengust þær upplýsingar að þær væru ekki alvarlega slasaðar en hefðu verið sendar til Reykjavíkur til nánari athugunar.

VF-mynd/ úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024