Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 20. febrúar 2001 kl. 02:06

Harður árekstur

Harður árekstur varð á mótum Tjarnargötu og Hringbrautar í Keflavík sl. föstudagskvöld þegar tvær bifreiðar rákust saman. Þrennt var flutt á sjúkrahús í kjölfarið. Einn farþegi fékk að fara heim að skoðun lokinni en annar var sendur í myndatöku til Reykjavíkur.
Eitthvað var um ölvun og óspektir um helgina en að sögn lögreglu var helgin fremur róleg.
Trilla slitnaði frá í Ósabotnum í óveðrinu sl. föstudag og rak upp á land. Hún skemmdist lítið en björgunarsveitarmenn komu henni aftur á flot.
Vegfarandi tilkynnti um eldri konu sem lá illa haldin á götunni í íbúðahverfi í Reykjanesbæ á aðfaranótt mánudags. Það blæddi lítillega úr munni hennar og nefi en talið er að hún hafi fengið flogakast. Konan var flutt í skoðun og veitt aðhlynning á HSS.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024