Harður árekstur - þrennt á sjúkrahús
Mjög harður árekstur varð fyrir stundu til móts við bensínstöð Essó á Hafnargötunni þegar tveir fólksbílar skullu saman. Þrennt var flutt slasað á sjúkrahús. Ekki er vitað nánar um meiðsl á þessari stundu. Mun ökumaður annars bílsins hafa misst stjórn á honum með fyrrgreindum afleiðingum. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir.