Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 19. mars 2001 kl. 15:00

Harður árekstur - ekki alvarleg slys á fólki

Mjög harður árekstur varð á Sandgerðisvegi í morgun þegar jeppi og flutningabifreið rákust saman.Að sögn lögreglunnar í Keflavík var jeppinn á leið til Keflavíkur og vörubifreiðin á leið til Sandgerðis, þegar jeppinn tekur skyndilega vinstribeygju í átt að hesthúsunum með þeim afleiðingum að vörubifreiðin lenti í hliðinni á honum. Flytja varð báðar bifreiðarnar á brott með dráttarbíl.
Ökumenn beggja bifreiðanna voru fluttir á HSS í skoðun en meiðsli þeirra eru ekki talin alvarleg. Hvorugur þeirra var í bílbelti þegar slysið átti sér stað.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024