Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Harðir afbrotamenn sestir að í Grindavík
Þriðjudagur 2. mars 2004 kl. 15:05

Harðir afbrotamenn sestir að í Grindavík

Mennirnir fimm sem lögreglan í Keflavík stöðvaði á Grindavíkurvegi á fimmtudagsnótt eru grunaðir um að eiga aðild að innbrotum á Suðurnesjum upp á síðkastið. Í bílnum fundust fíkniefni og áhöld til neyslu þeirra. Mennirnir eru góðkunningjar lögreglunnar í Hafnarfirði, en þeir eru nýlega fluttir til Grindavíkur.
Samkvæmt upplýsingum Víkurfrétta er hér um að ræða menn með langan afbrotaferil. Um hálfur mánuður er síðan þeir fluttu til Grindavíkur. Yfirvöld munu hafa sett sig í samband við eiganda íbúðarinnar, þar sem mennirnir búa, og gert honum ljóst við hvað væri að eiga.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024