Harðfiskur og tónlist sem eykur lífsgæði í blaði vikunnar
Eitt allra hollasta snakkið á markaðnum í dag er harðfiskur. Suður í Sandgerði er framleiddur harðfiskur undir vörumerkinu „Stafnes harðfiskur“ og er sagður einn sá besti á markaðnum í dag. Við kynnum okkur harðfiskgerðina í blaði vikunnar og einnig í Suðurnesjamagasíni.
„Þetta er mjög lifandi og skólastjórastarfið er miklu skemmtilegra en ég gerði ráð fyrir.
Tónlist er náttúrlega lífsgæðaaukandi og sýnir sig kannski best þegar elsti nemandinn er 85 ára,“ segir Halldór Lárusson, skólastjóri Tónlistarskóla Sandgerðis. Við tökum hús á tónlistarskólanum í Víkurfréttum og Suðurnesjamagasíni vikunnar.
Rafræn útgáfa blaðsins er hér að neðan en prentuð útgáfa verður komin á alla okkar dreifingarstaði um hádegisbil á miðvikudag.