Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Haraldur Axel ráðinn skólastjóri Heiðarskóla
Fimmtudagur 7. apríl 2016 kl. 15:46

Haraldur Axel ráðinn skólastjóri Heiðarskóla

Haraldur Axel Einarsson hefur verið ráðinn skólastjóri Heiðarskóla. Var ráðning hans samþykkt einróma á fundi bæjarráðs í morgun. 

Haraldur lauk kennaranámi með B.Ed. gráðu árið 2005 frá Kennaraháskóla Íslands og hefur frá 2013 stundað meistaranám í Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræðum með áherslu á stjórnun. Hann á að baki farsæla reynslu af kennslu og stjórnun innan grunnskóla, en hann hefur verið aðstoðarskólastjóri Heiðarskóla sl. þrjú ár, en áður var hann deildarstjóri og kennari við skólann. Hann hefur auk þess áralanga reynslu af rekstrarstjórnun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Haraldur Axel mun taka við skólastjórastarfinu af Sóleyju Höllu Þórhallsdóttur sem lætur af störfum 1. maí nk.

Þrír sóttu um skólastjórastöðu Heiðarskóla. Umsækjendur voru: Gerður Ólína Steinþórsdóttir, Haraldur Axel Einarsson og Hólmfríður Árnadóttir.