Happdrættismilljónamæringum fjölgar í Grindavík
Finni og tveir Norðmenn voru með allar tölur réttar í Víkingalottóinu í gærkvöldi og fá 42,7 milljónir krónur hver. Íslendingur, sem keypti miða í Grindavík, fékk hins vegar bónusvinning og fær 20,3 milljónir í vinning. Þetta er þriðji stórvinningurinn sem kemur til Grindavíkur á skömmum tíma.
Um 60 milljón króna vinningur kom í Happdrætti Háskólans, hátt í 30 milljón króna vinningur í Lottó og nú er það Víkingalottóið sem gerði einn Grindvíkinginn í viðbót að milljónamæringi.