Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 12. janúar 2000 kl. 15:30

HAPPDRÆTTI SÍBS 50 ÁRA

Samband ísl. berklasjúklinga - SÍBS - var stofnað árið 1938. Þeim hugsjónamönn- um, sem að þeim samtökum stóðu, var frá upphafi ljóst að brýnust væri sú nauðsyn að koma upp vinnuheimli - endurhæfingaheimili fyrir þá sjúklinga sem útskrifuðust af berklasjúkrahúsunum. Hugsjónir og stórhugur fóru saman. Hafist var handa um uppbyggingu á Reykjalundi og heimilið tók til starfa hinn 1. febrúar 1945. En reksturinn og áframhald- andi uppbygging krafðist tekna. Þetta var að miklum hluta tryggt með stofnun Happdrættis SÍBS. Þörfin fyrir endurhæfingaraðstöðu jókst stöðugt enda þótt tækist að útrýma berklum. Á Reykjarlundi var þjónustan stöðugt aukin, nýir sjúklingahópar nutu endurhæfingar. Hjarta- og æðasjúklingar og aðrir brjóstholssjúklingar njóta þar nú frábærrar þjón- ustu. Reykjalundur er í raun alhliða endurhæfingastofnun - heilsuþjálfunarstofnun, sem rekin er með slíkum sóma og myndarbrag að til fyrirmyndar er langt út fyrir landsteinana. Nú er að rísa nýr leikfimi- og tækjasalur og sundlaug sem starfsmenn segja að líkja megi við byltingu í starfsemi Reykjalundar. Landsmenn hafa ávallt staðið vel við bak hinnar þýðingarmiklu starfsemi SÍBS og sýndu það enn með fjármögnunarátaki vegna þeirra framkvæmda sem nú standa fyrir dyrum. Happdrætti SÍBS er raunverulega eina fasta tekjulind samtakanna. Þjóðin tók happdrættinu strax afar vel. Kunni að meta hugsjónir þær sem að baki lágu, að styðja sjúka til sjálfsbjargar. Með áframhaldandi samstöðu SÍBS fólks og annarra landsmanna um að styrkja happdrættið þá eflum við heillaríkt starf SÍBS og endurhæfingamiðstöðina á Reykjalundi enda veit enginn hvort eða hvenær hann gæti þurft á þeirri aðstöðu að halda. Svo er miði einnig möguleiki, gleymum því ekki.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024