Happasæll KE væntanlegur til landsins annað kvöld
Von er á netabátnum Happasæli KE til landsins annað kvöld eftir hátt í 50 daga siglingu frá Guangzhou í Kína þar sem skipið var smíðað. Búist er við því að tog- og nótaskipið Guðrún Gísladóttir KE komi til landsins um 20. september nk.
Heimsigling skipanna hefur gengið að óskum en búist er við því að Guðrún Gísladóttir KE verði komin í Súesskurðinn nk. laugardag. Rætt hefur verið um að skipið hafi viðkomu í Noregi og samkvæmt því er talið líklegt að það verði komið til landsins eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Tveir reyndir skipstjórar á íslenskum flutningaskipum voru fengnir til þess að sigla skipunum heim og hefur Jón Beck séð um skipstjórn á Happasæli KE og nafni hans Bjarnason stýrir Guðrúnu Gísladóttur KE.
Helgi Kristjánsson hjá Skipatækni ehf., sem hannaði skipin og hafði eftirlit með smíði þeirra, segir í samtali við InterSeafood.com að menn bíði spenntir eftir því að skoða skipin enda fengust þau á góðu verði.
Heimsigling skipanna hefur gengið að óskum en búist er við því að Guðrún Gísladóttir KE verði komin í Súesskurðinn nk. laugardag. Rætt hefur verið um að skipið hafi viðkomu í Noregi og samkvæmt því er talið líklegt að það verði komið til landsins eftir u.þ.b. hálfan mánuð. Tveir reyndir skipstjórar á íslenskum flutningaskipum voru fengnir til þess að sigla skipunum heim og hefur Jón Beck séð um skipstjórn á Happasæli KE og nafni hans Bjarnason stýrir Guðrúnu Gísladóttur KE.
Helgi Kristjánsson hjá Skipatækni ehf., sem hannaði skipin og hafði eftirlit með smíði þeirra, segir í samtali við InterSeafood.com að menn bíði spenntir eftir því að skoða skipin enda fengust þau á góðu verði.