Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hannes Þ. Hafstein nær í vélarvana bát
Þriðjudagur 23. febrúar 2010 kl. 08:41

Hannes Þ. Hafstein nær í vélarvana bát


Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein var kallað út um kl. 11 í gærkvöldi til að ná í Hans Jakob GK 150, 130 tonna fiskibát sem varð vélarvana rétt út af Sandgerði.
Veður var gott eða NNA 6-8 m/s og 1,2 metra ölduhæð. Aðgerðin gekk mjög vel og var Hannes Þ. Hafstein komin með Hans Jakob að landi rétt upp úr klukkan eitt í nótt, segir á heimasíðu björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði.
---

VFmynd/Hilmar Bragi - Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein að störfum. Mynd úr safni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024