Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hannes Hafstein á safn
Sunnudagur 30. júlí 2006 kl. 14:43

Hannes Hafstein á safn

Stærsta björgunarskip Íslands, Hannes Hafstein, er að öllum líkindum á leið á safn í Þýskalandi. Þetta staðfesti Agnar Júlíusson, skipstjóri á Hannesi, við Víkurfréttir í dag.

Hannes kom til landsins árið 1993 og hefur farið í um 350 útköll síðan hann kom, það síðasta var í gær þegar Hannes hélt út frá Sandgerði til þess að fylgjast með köfurum losa veiðarfæri úr togaranum Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum.

„Það gæti verið að Hannes færi á safn strax í haust,“ sagði Agnar en Hannes er um 40 ára gamall og vegur 80 tonn. „Hannes er þýskur 26 metra klassi eins og þeir eru kallaðir og í þessa báta er hægt að setja um 130 manns undir þiljur,“ sagði Agnar.

Enn er óljóst hvaða safn Hannes fer á en hann þykir vera kominn til ára sinna og hafa skilað góðu starfi sem björgunarskip. Agnar segir ennfremur að áhöfnin á Hannesi vilji fá annað þýskt skip, svipað Hannesi, því þeim sem björgunarmönnum sé best borgið í bát af því tagi.

[email protected]

 

Mynd 1: Hannes á leið út úr Sandgerðishöfn

Mynd 2: Agnar í brúnni


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024