Hannes Friðriksson: Kjark- og áhugaleysi sveitarstjórnarmanna
Hannes Friðriksson í Reykjanesbæ er ekki sáttur við þau svör sem hann hefur fengið frá stjórn SSS vegna undirskriftasöfnunar sem hann stóð fyrir þegar Hitaveitumálið stóð sem hæst á haustmánuðum. Hann segir SSS greinilega ætla að hunsa meirihluta kjósenda á Suðurnesjum og aðhafast ekkert. Það séu mikil vonbrigði sem sýni bæði kjark- og áhugaleysi viðkomandi sveitarstjórnarmanna.
Með afhendingu ríflega fimm þúsund undirskrifta á aðalfundi SSS var skorað á sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum að „leita allra leiða til að tryggja að orkuöflun og sala á vatni og rafmagni yrði ekki færð i meirihlutaeign einkaaðila.“ Jafnframt var þess krafist að tryggt yrði að þessir þættir yrðu til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja, sem einnig yrði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna.
Í svarinu frá SSS er vakin athygli á því að Hitaveita Suðurnesja sé hlutafélag og heyri undir lög þar að lútandi.
Þá segir í bréfinu að Hitaveita Suðurnesja hf. sé að meirihluta í eigu sveitarfélaga og/eða fyrirtækja þeirra og því telji stjórn SSS að ef tryggja eigi að orkuöflun og dreifing á rafmagni og heitu vatni sé í meirihlutaeigu sveitarfélaganna til frambúðar, verði það aðeins gert með löggjöf frá Alþingi.
„Stjórn SSS ætlar greinilega að hunsa meirihluta kjósenda á Suðurnesjum og aðhafast ekkert. Það tók þá þrjá mánuði að finna það út. Þetta eru mér mikil vonbrigði og sýnir um leið kjark og áhugaleysi viðkomandi sveitarstjórnamanna gagnvart málinu. Þeirra svar til kjósendanna er að vona að allt fari vel inni á Alþingi. Þeir muni hinsvegar ekki reyna að hafa áhrif þar á.“ sagði Hannes Friðriksson, inntur eftir viðbrögðum hans við svari SSS.
„Það er algjörlega óásættanlegt að við hér á Suðurnesjum sitjum uppi ein með einkavæðingu á orkumannvirkjum. Á sama tíma er þverpólitísk samstaða t.d í Reykjavík um að selja alls ekki Orkuveitu Reykjavíkur eða einkavæða hana á nokkurn hátt. Þar standa menn saman, enda átta þeir sig á afleiðingunum.
Það ætti nú að liggja fyrir að sveitarstjórnamenn á Suðurnesjum stígi varlega til jarðar þegar horft er til næstu framtíðar um frekari einkavæðingu á HS. Undirskriftalisti 5169 kjósenda á Suðurnesjum ætti að hafa kennt þeim þá lexíu,“ sagði Hannes ennfremur.
VF-mynd/Þorgils – Hannes Friðriksson afhenti Steinþóri Jónssyni, þáverandi stjórnarformanni SSS, undirskriftalistana á aðalfundi sambandsins í haust.
Með afhendingu ríflega fimm þúsund undirskrifta á aðalfundi SSS var skorað á sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum að „leita allra leiða til að tryggja að orkuöflun og sala á vatni og rafmagni yrði ekki færð i meirihlutaeign einkaaðila.“ Jafnframt var þess krafist að tryggt yrði að þessir þættir yrðu til frambúðar verkefni Hitaveitu Suðurnesja, sem einnig yrði áfram í meirihlutaeigu sveitarfélaganna.
Í svarinu frá SSS er vakin athygli á því að Hitaveita Suðurnesja sé hlutafélag og heyri undir lög þar að lútandi.
Þá segir í bréfinu að Hitaveita Suðurnesja hf. sé að meirihluta í eigu sveitarfélaga og/eða fyrirtækja þeirra og því telji stjórn SSS að ef tryggja eigi að orkuöflun og dreifing á rafmagni og heitu vatni sé í meirihlutaeigu sveitarfélaganna til frambúðar, verði það aðeins gert með löggjöf frá Alþingi.
„Stjórn SSS ætlar greinilega að hunsa meirihluta kjósenda á Suðurnesjum og aðhafast ekkert. Það tók þá þrjá mánuði að finna það út. Þetta eru mér mikil vonbrigði og sýnir um leið kjark og áhugaleysi viðkomandi sveitarstjórnamanna gagnvart málinu. Þeirra svar til kjósendanna er að vona að allt fari vel inni á Alþingi. Þeir muni hinsvegar ekki reyna að hafa áhrif þar á.“ sagði Hannes Friðriksson, inntur eftir viðbrögðum hans við svari SSS.
„Það er algjörlega óásættanlegt að við hér á Suðurnesjum sitjum uppi ein með einkavæðingu á orkumannvirkjum. Á sama tíma er þverpólitísk samstaða t.d í Reykjavík um að selja alls ekki Orkuveitu Reykjavíkur eða einkavæða hana á nokkurn hátt. Þar standa menn saman, enda átta þeir sig á afleiðingunum.
Það ætti nú að liggja fyrir að sveitarstjórnamenn á Suðurnesjum stígi varlega til jarðar þegar horft er til næstu framtíðar um frekari einkavæðingu á HS. Undirskriftalisti 5169 kjósenda á Suðurnesjum ætti að hafa kennt þeim þá lexíu,“ sagði Hannes ennfremur.
VF-mynd/Þorgils – Hannes Friðriksson afhenti Steinþóri Jónssyni, þáverandi stjórnarformanni SSS, undirskriftalistana á aðalfundi sambandsins í haust.