Hanna María til Þekkingarseturs Suðurnesja
Hanna María Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði.
Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum.
Setrinu sem stofnað var í apríl sl. er jafnframt ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu og fræðslustarfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæðinu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.
Hanna María hefur starfað sem verkefnastjóri hjá menntamálaráðuneytinu vegna þróunarverkefnis um eflingu menntunar á Suðurnesjum og sem kennslustjóri hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.