Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hanna María til Þekkingarseturs Suðurnesja
Hanna María Kristjánsdóttir.
Þriðjudagur 18. september 2012 kl. 10:44

Hanna María til Þekkingarseturs Suðurnesja

Hanna María Kristjánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Þekkingarseturs Suðurnesja sem staðsett er að Garðvegi 1 í Sandgerði.

Meginhlutverk Þekkingarsetursins er að stuðla að rannsóknum og vera miðstöð rannsóknastarfs og rannsakenda í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum.

Setrinu sem stofnað var í apríl sl. er jafnframt ætlað að stuðla að margvíslegri háskólakennslu og fræðslustarfsemi og efla tengsl atvinnulífs, rannsókna- og fræðastarfs á svæðinu. Þannig skal stefnt að auknu frumkvöðlastarfi og nýsköpun, ásamt eflingu náttúrutengdrar ferðaþjónustu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hanna María hefur starfað sem verkefnastjóri hjá menntamálaráðuneytinu vegna þróunarverkefnis um eflingu menntunar á Suðurnesjum og sem kennslustjóri hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.