Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hanna Björg áfram varamaður í stjórn Hafnasambands Íslands
Mánudagur 31. október 2022 kl. 15:14

Hanna Björg áfram varamaður í stjórn Hafnasambands Íslands

Aðalfundur Hafnasambands Íslands fór fram í Félagsheimilinu Klifi í Snæfelsbæ dagna 27. og 28. október sl. Á fundinum var stjórn HÍ árin 2022-2024 kjörin. Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, fékk endurnýjað umboð til að leiða Hafnasambandið næstu tvö ár en auk hans sitja áfram í stjórninni þau Pétur Ólafsson, Hafnasamlagi Norðurlands og Alexandra Jóhannesdóttir frá Skagastrandarhöfnum. Þá sitja varamennirnir Björn Arnaldsson, frá Höfnum Snæfellsbæjar, og Hanna Björg Konráðsdóttir Reykjaneshöfn áfram.

Ný inn í stjórnina koma þau Gunnar Tryggvason frá Faxaflóahöfnum, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir Fjarðabyggðahöfnum, Þórdís Sif Sigurðardóttur Vesturbyggðahöfn og Elliði Vignisson Þorlákshöfn. Þá var Dóra Björk Gunnarsdóttir frá Vestmannaeyjahöfn kjörin í varastjórn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024