Handverkssýning í Reykjanesbæ
Síðustu tvö árin hafa verið haldnar glæsilegar handverkssýningar í Reykjanesbæ. Áhugafólk hefur haft samband við menningarfulltrúa Reykjanesbæjar og lýst yfir áhuga á endurtaka leikinn og því er ákveðið, þ.e.a.s. ef næg þátttaka fæst, að halda list- og handverkssýningu í Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík helgina 15. og 16. maí næstkomandi og verður hún opin frá 12.00 - 18.00 báða dagana.
Ætlunin er að fá alla þá sem vinna við listir og handverk á Reykjanesi, íbúa í Reykjanesbæ, einstaklinga og félagasamtök, Vogabúa, Grindvíkinga, Sandgerðinga, Garðbúa og einnig nágranna okkar á Keflavíkurflugvelli til að sameinast um eina stóra sölusýningu áðurnefnda helgi. Sýnendur annars staðar af landinu eru velkomnir svo framarlega sem nægt rými er, en heimamenn verða látnir ganga fyrir. Framkvæmd sýningarinnar verður á svipaðan hátt og áður og áhersla lögð á að gera þetta á sem ódýrastan hátt til að greiða fyrir aðkomu sem flestra.
Til að auðvelda undirbúning og ákvarðanatöku er nauðsynlegt, að þeir sem hafa áhuga á að vera með, skrái sig til þátttöku fyrir 23. apríl.
Lágmarksgjald er kr. 4.000 og er þá innifalið sýningarborð að stærð 80 cm. x 150 cm. Fyrir hverja einingu þar eftir greiðist kr. 2.000 hvort heldur er um að ræða veggpláss eða borðpláss. Innifalið í verðinu eru allar auglýsingar, skemmtiatriði og leiga fyrir aðstöðuna.
Hægt er að skrá sig hjá menningarfulltrúa í síma 421 6700 eða á netfangið [email protected]
Ætlunin er að fá alla þá sem vinna við listir og handverk á Reykjanesi, íbúa í Reykjanesbæ, einstaklinga og félagasamtök, Vogabúa, Grindvíkinga, Sandgerðinga, Garðbúa og einnig nágranna okkar á Keflavíkurflugvelli til að sameinast um eina stóra sölusýningu áðurnefnda helgi. Sýnendur annars staðar af landinu eru velkomnir svo framarlega sem nægt rými er, en heimamenn verða látnir ganga fyrir. Framkvæmd sýningarinnar verður á svipaðan hátt og áður og áhersla lögð á að gera þetta á sem ódýrastan hátt til að greiða fyrir aðkomu sem flestra.
Til að auðvelda undirbúning og ákvarðanatöku er nauðsynlegt, að þeir sem hafa áhuga á að vera með, skrái sig til þátttöku fyrir 23. apríl.
Lágmarksgjald er kr. 4.000 og er þá innifalið sýningarborð að stærð 80 cm. x 150 cm. Fyrir hverja einingu þar eftir greiðist kr. 2.000 hvort heldur er um að ræða veggpláss eða borðpláss. Innifalið í verðinu eru allar auglýsingar, skemmtiatriði og leiga fyrir aðstöðuna.
Hægt er að skrá sig hjá menningarfulltrúa í síma 421 6700 eða á netfangið [email protected]