Handtökur vegna fíkniefnaaksturs
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær tvítugan karlmann, sem grunaður var um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann var færður á lögreglustöð, þar sem hann gekkst undir sýnatöku og tekin var af honum skýrsla. Þá var tvítug kona handtekin og færð á lögreglustöð vegna gruns um fíkniefnaakstur. Hún gat ekki framvísað ökuskírteini, en sagði það vera týnt.
Loks voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur, báðir á ferðinni á Reykjanesbraut. Sá sem hraðar ók mældist á 122 kílómetra hraða.