Handtökur í nótt vegna fíkniefna
Skömmu eftir miðnætti í nótt handtók lögreglan fimm aðila í heimahúsi í Keflavík vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við leit í íbúðinni fundust 70 grömm af ætluðu hassi og 10 grömm af ætluðu amfetamíni. Einnig fannst nokkuð af áhöldum til fíkniefnaneyslu. Eftir skýrslutöku var fólkið frjálst ferða sinna.
Mynd úr safni