Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtóku minnislausan mann
Mánudagur 27. janúar 2014 kl. 10:20

Handtóku minnislausan mann

Sælgætisgrís einnig gripinn glóðvolgur.

Brotist var inn á veitingastað í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina og þaðan stolið reiðufé og þremur kössum af bjór. Skömmu síðar var karlmaður á sextugsaldri handtekinn, grunaður um innbrotið. Hann var yfirheyrður, en bar við minnisleysi vegna ölvunar. Málið er í rannsókn.

Þá var piltur staðinn að verki við að hnupla sælgæti úr verslun. Starfsmaður verslunarinnar handsamaði hann, eftir að hann hafði gengið út með sælgætið án þess að greiða fyrir það, og gerði lögreglu viðvart.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Loks kom karlmaður á lögreglustöð og kærði þjófnað á timbri og rakaplasti. Það mál er einnig í rannsókn.