Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtóku innbrotsþjófa í Garðinum
Sunnudagur 11. desember 2005 kl. 12:02

Handtóku innbrotsþjófa í Garðinum

Í nótt um kl. 01 var tilkynnt um innbrot í bensínstöðina í Garðinum. Hurð á suðurhlið hússins hafði verið brotin upp. Búið var að stela nokkrum pökkum af tóbaki úr verslun bensínstöðvarinnar.

Vitni sáu til nokkra pilta hlaupa frá staðnum. Síðar um nóttina voru höfð afskipti af tveimur piltum, 15 og 16 ára, sem viðurkenndu að hafa brotist inn í félagi við þrjá aðra pilta.

Kl. 03:45 var tilkynnt að búið væri að brjóta rúðu í útidyrahurð verslunarinnar Samkaup í Garði.Ekki hafði verið farið inn í verslunina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024