Handteknir með hass og E-pillur
Tveir karlmenn voru handteknir í síðustu viku á heimili annars þeirra í Reykjanesbæ. Grunur lék á að á heimilinu færi fram neysla fíkniefna og sá grunur reyndist á rökum reistur. Í íbúðinni fundust áhöld til fíkniefnaneyslu, lítilræði af hassi og eitthvað af E-pillum. Mennirnir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina í Keflavík til yfirheyrslu. Málið telst upplýst.