Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handteknir með fíkniefni og þýfi
Laugardagur 30. desember 2006 kl. 11:25

Handteknir með fíkniefni og þýfi

Skömmu eftir miðnætti stöðvaði lögregla bifreið í Grindavík en ökumaður og farþegi voru grunaðir um fíkniefnamisferli. Við leit í bifreiðinni fundust um 12 grömm af ætluðu amfetamíni. Voru viðkomandi aðilar handteknir og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Málið er rannsakað sem sala og dreifing á fíkniefnum.

 

Undir morgun handtók lögregla tvo einstaklinga í Keflavík vegna gruns um fíkniefnamisferli. Við nánari leit fundust munir sem tengjast innbroti í bifreiðar. Aðilarnir voru vistaðir í fangahúsi á meðan málið er í rannsókn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024