Handteknir með e-töflur og amfetamín á Reykjanesbraut
Tveir menn voru handteknir í bifreið sinni á Reykjanesbraut við Grindavíkurveg rétt fyrir klukkan eitt í nótt. Mennirnir voru með 42 e-pillur og sjö grömm af amfetamíni í fórum sínum. Mennirnir voru handteknir og eru í haldi lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir í dag.
Nokkuð mikið var að gera hjá lögreglunni í Keflavík í nótt. Maður slasaðist á höfði á veitingastaðnum Sjávarperlunni í nótt og virðist sem um óhapp hafi verið að ræða. Það var mikið um að vera í Grindavík í gær og gærkvöldi þar sem verið var að fagna 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur.
Nokkuð mikið var að gera hjá lögreglunni í Keflavík í nótt. Maður slasaðist á höfði á veitingastaðnum Sjávarperlunni í nótt og virðist sem um óhapp hafi verið að ræða. Það var mikið um að vera í Grindavík í gær og gærkvöldi þar sem verið var að fagna 30 ára kaupstaðarafmæli Grindavíkur.