Handtekinn með umtalsvert magn af verkjalyfinu Oxycontin og svefnlyfjum
Á síðustu dögum hafa nokkur fíkniefnamál komið á borð lögreglu úr flugstöðinni. Tollgæslan stöðvaði mann með neysluskammta af LSD og annan sem var með kannabisolíu í fórum sínum.
Síðastliðinn föstudag handtók svo lögregla karlmann sem var að koma frá London með umtalsvert magn af verkjalyfinu Oxycontin og svefnlyfjum innan klæða. Hann var færður á lögreglustöð til skýrslutöku.