Sunnudagur 4. júní 2000 kl. 11:47
Handtekinn með lifandi lamb og skammbyssu
Maður var handtekinn í Njarðvík með lifandi lamb í farangursgeymslu bifreiðar og skammbyssu í fórum sínum. Hann var færður til stöðvar og situr enn inni.Lögreglan kom að bifreiðinni þar sem skammbyssunni var veifað út um glugga í íbúðabyggð.Lambið hafði hann tekið úr girðingu í Innri Njarðvík.