Handtekinn með fullt af ilmvötnum
Lögreglan á Suðurnesjum handtók í vikunni karlmann sem grunaður var um að hafa látið greipar sópa í verslunum í umdæminu. Í ljós kom að hann hafði í fórum sínum ilmvötn að andvirði rúmlega 45 þúsunda króna og annan varning að andvirði ríflega 14 þúsunda króna.
Maðurinn var færður til skýrslutöku á lögreglustöð.