Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtekinn með fjögur grömm af amfetamíni
Föstudagur 3. desember 2004 kl. 11:37

Handtekinn með fjögur grömm af amfetamíni

Fjögur grömm af amfetamíni fundust á tvítugum karlmanni í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Lögreglan í Keflavík handtók manninn vegna gruns um neyslu og vörslu fíkniefna. Maðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu.

Í gærdag var ökumaður stöðvaður á Grindavíkurvegi á 123 km hraða og var hann einnig að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar. Hámarkshraði á Grindavíkurvegi er 90 km.

Rólegt var á vakt lögreglunnar í Keflavík í nótt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024