Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtekinn í annað sinn vegna bankaráns
Föstudagur 6. júní 2003 kl. 09:03

Handtekinn í annað sinn vegna bankaráns

Maðurinn sem lögreglan handtók í gær grunaðan um ránið í Landsbankaútibúinu í Grindavík er sami maður og rændi Sparisjóðinn í Hafnarfirði þann 1. apríl síðastliðinn samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Maðurinn sem er 19 ára gamall var handtekinn í bíl sínum á leið frá Grindavík tveimur klukkustundum eftir ránið. Maðurinn faldi ránsfenginn í Grindavík eða nágrenni bæjarins og leitaði lögregla ásamt sporhundi að þýfinu í gærkvöldi.Lögreglan í Keflavík mun taka ákvörðun í dag um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum.

VF-ljósmynd: Sigurður Ágústsson aðstoðaryfirlögregluþjónn ræðir við fréttamenn á vettvangi í gær.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024