Handtekinn fyrir pilluát undir stýri
Ökumaður var handtekinn í nótt fyrir að vera undir áhryfjum lyfja í ökutæki sínu. Maðurinn hafði ekið á aðra bifreið og valdið tjóni. Þá var ölvaður maður handtekinn fyrir að ganga í veg fyrir bifreiðar á Hafnargötu. Hann fékk að gista fangageymslu í nótt og láta renna af sér.Annars var rólegt á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík.