Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtekinn eftir skemmdarverk á flugvallarhóteli
Einn var handtekinn eftir að hafa gengið berserksgang á hótelinu. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 25. október 2023 kl. 11:19

Handtekinn eftir skemmdarverk á flugvallarhóteli

Einn var leiddur á brott í handjárnum eftir að tilkynnt hafði verið um eld á Aurora Hotel við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á miðnætti. Útkall barst Brunavörnum Suðurnesja og lögreglu þegar klukkan var gengin sjö mínútur í eitt í nótt.

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja mætti á svæðið með einn slökkvibíl og sjúkrabíl. Þá var lögreglan á Suðurnesjum með fjölmennt lögreglulið á vettvangi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn voru fjölmargir gestir á hótelinu komnir út af hótelinu innandyra hringdu brunaboðar.

Ekki var þó um eld að ræða heldur hafði hótelgestur gengið berserksgang vegna ölvunar og framið skemmdarverk á hótelinu. Sá hinn sami var handtekinn á staðnum og farið með hann í fangageymslur í Keflavík.

Fljótlega var gengið úr skugga um að allt væri öruggt á hótelinu og gestir gátu gengið aftur til náða.


Gestir hótelsins voru flestir komnir út af hótelinu þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn, enda voru brunaboðar hringjandi á hótelinu.

Lögregla og slökkvilið bera saman bækur sínar við hótelið í nótt.

Farið á brott með hinn handtekna.