Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handtakan haugalygi og rógburður af verstu gerð
Laugardagur 3. febrúar 2024 kl. 00:08

Handtakan haugalygi og rógburður af verstu gerð

Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður og formaður bæjarráðs Grindavíkur, sá sig knúinn til að rita nokkrar staðreyndir varðandi stöðu sína og fjölskyldu sinnar. Í pistlinum, sem hann skrifar á Facebook, hrekur Hjálmar sögusagnir um að hann hafi verið handtekinn og færður í handjárn á heimili sínu aðfaranótt 14. janúar sl.

Pistill Hjálmars er eftirfarandi:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kæru fésbókarvinir

Ég er knúinn til þessa að rita hér nokkrar staðreyndir varðandi stöðu mína og stöðu fjölskyldu minnar. Nú er ég búinn að svara allaveganna þremur fréttamönnum í dag sem spurðu hvort ég hafi verið handtekinn og færður í handjárn á heimili mínu að Suðurvör 14 í Grindavík aðfaranótt 14. janúars síðastliðins.

Einnig hafa fjölmargir vinir mínir spurt hvort ég hafi verið handtekinn, neitað að yfirgefa heimili mitt þessa nótt.

Skemmst frá því að segja að þetta er haugalygi og rógburður af verstu gerð.

Hafi ásetningur þeirra sem eru höfundar þessarar lygaþvælu að ráðast á mig eða mína persónu þá get ég sagt það hér að það tókst engan veginn.

Hins vegar hafi þessi persónulega árás endað með því að börnin mín og barnabörn þurfa að líða fyrir lygasögur um um föður og afa.

Sérstaklega hafa börnin mín tekið þessu illa og ekki er á bætandi í þeim tilfinningarússibana sem allir íbúar Grindavíkur eru í dag.

Við höfum áhyggjur af eigin húsnæði, leiguhúsnæði, leigustyrk, eldsneytiskostnaði, uppkaupum eigna, komust við aftur heim, hvenær má ég sækja húsgögn, verð ég af fara Krýsuvíkurleiðina, er ég að fara missa vinnuna o.s.frv.?
Ég er kominn í leyfi frá löggæslustörfum tímabundið vegna stöðu minnar en einnig gegni ég stöðu bæjarfulltrúa Grindavíkur.

Ég vil þakka yfirstjórn lögreglustjórans á Suðurnesjum og sérstaklega lögreglustjóra fyrir það umburðarlyndi sem þau hafa sýnt mér og öllum íbúum Grindavíkur í þessari fordæmalausu stöðu.

Ég mun vinna af drengskap fyrir alla íbúa Grindavíkur hvort sem þeir treysti sér til þess að búa í Grindavík eða ekki.

Við þurfum öll að hafa val um búsetu en skyldur mínar eru skýrar samkvæmt 24. grein sveitarstjórnarlaga hér að neðan:

24. gr. Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna.

*Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar.

*Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi.

*Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sheldem og öðrum almannahagsmunum.

Einhver umræða er um gjá á milli bæjarstjórnar og íbúa Grindavíkur þá vil ég koma því á framfæri að ég er með síma 869 7010 og þið getið hringt hvenær sem er eða sent tölvupóst á [email protected]

En að framansögðu ef einhver á eitthvað sökótt við mig eða mínar gjörðir viljið þið sýna fjölskyldu minni, börnum og barnabörnum þá virðingu sem þau eiga skilið.

Ekkert af þeim sótti um í lögreglu eða buðu sig fram til setu í bæjarstjórn.

Allir þeir Grindvíkingar sem eru að fara á þorrablótið á morgun, munið að við skulum ekki dæma hvort annað fyrir mismunandi stöðu okkar.

Skemmtum okkur vel og gleymum okkur um stund.

Ást og friður.