Handtaka á Vatnsnesvegi
Töluverður viðbúnaður var nú rétt áðan á Vatnsnesvegi í Keflavík þar sem tveir lögreglubílar stöðvuðu bifreið og var ökumaður hennar umsvifalaust færður í járn og settur inn í lögreglubifreið. Maðurinn var síðan færður til stöðvar og lögreglan tók bifreiðina í sína vörslu og ók henni til lögreglustöðvarinnar í Keflavík.
Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum er handtakan ekki tengd verkefni lögreglunnar sem felur í sér að handtaka meðlimi glæpaklíku sem virðist hafa hreiðrað um sig í Reykjanesbæ. Handtakan á Vatnsnesvegi tengist rannsókn á fíkniefnamáli sem lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar.