Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handknattleiksmenn stóðu heiðursvörð
Fimmtudagur 29. apríl 2010 kl. 16:03

Handknattleiksmenn stóðu heiðursvörð

Útför Guðmundar Kristins Steinssonar, sem lést í slysi um borð í Hrafni GK þann 17. apríl sl., var gerð frá Keflavíkurkirkju í dag. Félagar úr Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar stóðu heiðursvörð þegar kista Guðmundar var borin úr kirkjunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stofnaður hefur verið minningarsjóður í nafni Guðmundar Kristins Steinssonar til styrktar Handknattleiksfélagi Reykjanesbæjar og er þeim sem vilja minnast hans og stuðla þannig að frekari uppbyggingu handboltans í Reykjanesbæ  bent á reikning hjá Íslandsbanka nr. 542-14-400005, kt. 450908-0370.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson