Föstudagur 10. júlí 2020 kl. 11:26
Handfærarúllum stolið af bát
Tilkynnt var til lögreglunnar á Suðurnesjum í gær að búið væri að stela tveimur handfærarúllum úr bát sem lá við smábátabryggjuna í Sandgerði. Klippt hafði verið á rafmagnskapal sem lá að rúllunum og þær fjarlægðar. Áætlað er að hvor þeirra kosti um 500 þúsund krónur.
Málið er í rannsókn.