Handfærarúllum og lyfjum stolið
Nokkrar tilkynningar um þjófnaði hafa borist lögreglunni á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Þremur handfærarúllum var stolið af bát. Verðmæti hverrar rúllu er um 750 þúsund krónur.
Þá var brotist inn í annan bát með því að brjóta rúðu í hurð í brú. Farið var í lyfjaskáp og tekin þaðan lyf. Ekki er vitað um hvaða lyf er að ræða eða hversu mikið magn.
Þriðja tilkynningin varðaði þjófnað á fjórum dekkjum á álfelgum sem stolið var undan bifreið í umdæminu.
Lögregla rannsakar málin.