HANDBOLTAFJÖR Í NJARÐVÍK
Það var fjör á fjölum ljónagryfjunnar í Njarðvík sl. laugardag en þá mætti endurnýjað lið Njarðvíkur í handbolta gegn stórliði KA frá Akureyri. Okkar menn komu skemtilega á óvart og skoruðu 27 mörk í regnbogans litum gegn Norðanrisanum sem að vísu setti 51 mark. Fjölmargir áhorfendur mættu á þennan skemmtilega leik og við sýnum ykkur skemmtilega myndasyrpu og frásögn frá leiknum í Helgarblaðinu sem kemur út ámorgun.