Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Handabrot organista Keflavíkurkirkju raskar messuhaldi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 23. desember 2022 kl. 16:40

Handabrot organista Keflavíkurkirkju raskar messuhaldi

Arnór Vilbergsson, organisti Keflavíkurkirkju, handabrotnaði fyrr í vikunni og ljóst er að það muni hafa áhrif á messuhald kirkjunnar um hátíðirnar. Þá verður aftansöngur kl. 18 verið felldur niður sem og gamlársdagsmessan. Þrátt fyrir þessa röskun verður helgistund fyrir börnin á sínum stað kl. 16 á aðfangadag, miðnæturmessa kl. 23:30 og messa á jóladag kl. 14 líkt og áður hefur verið. 

Arnór segist spældur að geta ekki tekið þátt í messuhaldi þessi jólin en er vongóður að geti komið tvíefldur til baka þegar ferlið sem fylgir brotinu klárast. „Að spila í messum yfir hátíðirnar er eitthvað sem ég hef gert síðustu 26 ár og það er stór partur af jólunum hjá mér. Ég var farinn að hlakka svo mikið til því það voru óvenjuleg jól í fyrra útaf Covid og loksins núna áttum við að geta gert þetta af fullum krafti en svo gerist þetta óhapp,“ segir Arnór spældur og bætir við: „Ég vona að þetta muni ekki hafa áhrif á mína vinnu eftir allt ferlið. Þó ég verði frá í sirka tvo, þrjá mánuði þá vil ég geta unnið við þetta næstu tuttugu-þrjátíu árin.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024