Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hamstra eldsneyti á Suðurnesjum
Mánudagur 6. október 2008 kl. 23:50

Hamstra eldsneyti á Suðurnesjum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Örtröð er á flestum sjálfsafgreiðslustöðvum fyrir eldsneyti í Reykjanesbæ. Fólk er að hamstra eldsneyti. Bylgja SMS skilaboða reið yfir í kvöld þar sem fólki var bent á að von væri á mikilli hækkun eldsneytis, allt að 50 króna hækkun, samkvæmt SMS skeytinu. Fólk hefur greinilega tekið boðin alvarlega því nú eru langar raðir við sjálfsafgreiðslustöðvar ÓB, Orkunnar og Atlantsolíu í Reykjanesbæ.


Mikillar reiði gætti á meðal viðskiptavina ÓB-stöðvarinnar í Njarðvík þegar blaðamaður hafði þar viðdvöl nú áðan. Reiðin var bæði vegna þess að dælur virkuðu ekki sem skildi og þá áttu yfirvöld að fá hluta af reiðinni, sagði viðskiptavinur í samtali við blaðamann Víkurfrétta. Annar viðskiptavinur fékk ekki sjálfsafgreiðslubúnað til að taka við beinhörðum peningum og strunsaði í burtu með þeim orðum að nú yrði bara að labba hér eftir.


Viðskiptavinur Orkunnar sagðist vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og bjóst við mikilli hækkun eldsneytis strax á morgun.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við ÓB-stöðina í Njarðvík og hjá Atlantsolíu í Njarðvík nú áðan. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson