Hampiðjan og Brim bakhjarlar Bláa hersins
Nýlega skrifuðu Hampiðjan og Brim undir árs styrktarsamning við Bláa herinn og bætast þar með í hóp Toyota sem aðalbakhjarlar Bláa hersins.
„Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir og gerir okkur kleift að eflast til muna. Þrátt fyrir heimsfaraldurinn Covid-19 og mikið af afbókunum hópa erlendis frá sem ætluðu að koma í verkefni með okkur í sumar erum við að vonast til að sveitarfélögin á Suðurnesjum sjá sér fært að senda til okkar einhverja vinnuhópa úr sumarstörfum unglingavinnunnar,“ segir Tómas Knútsson, sem fer fyrir starfi Bláa hersins í samtali við Víkurfréttir.
Síðar á árinu verður blásið í veglega afmælishreinsun samtakanna og veislu eftirá en Blái herinn fagnar 25 ára afmæli samtakanna í ár. Frá upphafi hafa liðsmenn okkar hreinsað yfir 1.550 tonn af rusli úr náttúrunni, sjálfboðaliðarnir eru orðnir 9.600+ og vinnustundir þeirra 76.000.