Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Hamingja í bæjarstjórn Grindavíkur með nýjan bæjarstjóra
Mánudagur 26. júlí 2010 kl. 22:31

Hamingja í bæjarstjórn Grindavíkur með nýjan bæjarstjóra

Eins og Víkurfréttir greindu frá síðdegis samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur samhljóða að ráða Róbert Ragnarsson sem bæjarstjóra í Grindavík til næstu fjögurra ára. Ráðningarsamningurinn er mjög hagstæður fyrir bæjarfélagið og hefur verið komið til móts við þá gagnrýni er kom fram gagnvart ráðningarsamningum bæjarstjóra á síðasta kjörtímabili. Róbert mun mæta til starfa miðvikudaginn 4. ágúst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Alls sóttu 55 um starf bæjarstjóra í Grindavík en 5 drógu umsókn sína til baka þegar ljóst var að nöfn umsækjenda yrðu birt. Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu. Fyrirtækið valdi úr þeim hópi fimm hæfustu einstaklingana. Þegar ljóst var hvaða fimm einstaklingar kæmu til greina fundaði bæjarstjórn og voru bæjarstjóraefnin boðuð í viðtöl til Grindavíkur. Aðili frá Capacent stýrði viðtölunum en bæjarráð sat viðtölin og gat spurt spurninga. Þegar öllum viðtölum var lokið hittist bæjarstjórn aftur og fór yfir umsækjendur. Í framhaldinu voru viðræður teknar upp við Róbert og var mjög ánægjulegt að samkomulag náðist fljótt um ráðningu hans.

Meirihluti og minnihluti í bæjarstjórn vann vel saman í þessu ferli og það er fagnaðarefni að ráðning bæjarstjóra var samþykkt samhljóða í dag.

Í tilkynningu frá Grindavíkurbæ segir að bæjarstjórn Grindavíkur vill þakka öllum umsækjendum fyrir áhugann sem þeir sýndu starfinu. „Grindvíkingum óskum við til hamingju með nýjan bæjarstjóra og bjóðum Róbert og fjölskyldu hans velkomna til Grindavíkur,“ segir jafnframt.

Róbert Ragnarsson er 34 ára gamall stjórnmálafræðingur, kvæntur Valgerði Ágústsdóttur og eiga þau 3 syni. Hann hefur undanfarin 4 ár verið bæjarstjóri í Vogum, en áður var hann verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Róbert er að koma aftur til Grindavíkur eftir 10 ára fjarveru, en hann var ferðamála- og markaðsfulltrúi Grindavíkurbæjar um aldamótin.


Á bæjarstjórnarfundi í Grindavík síðdegis voru samþykktar eftirfarandi bókanir:

Bókun frá minnihluta
Fulltrúar minnihluta S og G lista vilja lýsa yfir ánægju með ráðningu nýs bæjarstjóra. Jafnframt viljum við hrósa vinnubrögðum meirihlutans í ráðningarferlinu þar sem fulltrúa minnihluta var leyft að sitja viðtölin. Þá var gott samráð haft við alla í bæjarstjórn þegar farið var yfir hvaða umsækjandi yrði hæfastur í starfið. Þessum vinnubrögðum ber að fagna og er það einlæg ósk okkar að þau verði viðhöfð allt kjörtímabilið.
Fulltrúar G- og S-lista.


Tillaga að bókun bæjarstjórnar
Á bæjarstjórnarfundi í dag, 26. júlí 2010 samþykkti bæjarstjórn Grindavíkur samhljóða að ráða Róbert Ragnarsson sem bæjarstjóra í Grindavík til næstu fjögurra ára. Ráðningarsamningurinn er mjög hagstæður fyrir bæjarfélagið og hefur verið komið til móts við þá gagnrýni er kom fram gagnvart ráðningarsamningum bæjarstjóra á síðasta kjörtímabili. Róbert mun mæta til starfa miðvikudaginn 4. ágúst.
Alls sóttu 56 um starf bæjarstjóra í Grindavík en 5 drógu umsókn sína til baka þegar ljóst var að nöfn umsækjenda yrðu birt. Capacent hafði umsjón með ráðningarferlinu. Fyrirtækið valdi úr þeim hópi fimm hæfustu einstaklingana. Þegar ljóst var hvaða fimm einstaklingar kæmu til greina fundaði bæjarstjórn og voru bæjarstjóraefnin boðuð í viðtöl til Grindavíkur. Aðili frá Capacent stýrði viðtölunum en bæjarráð sat viðtölin og tók þátt í þeim. Þegar öllum viðtölum var lokið hittist bæjarstjórnin aftur og fór yfir umsækjendur. Í framhaldinu voru viðræður teknar upp við Róbert og var mjög ánægjulegt að samkomulag náðist fljótt um ráðningu hans.
Meirihluti og minnihluti í bæjarstjórn vann vel saman í þessu ferli og það er fagnaðarefni að ráðning bæjarstjóra var samþykkt samhljóða í dag.
Bæjarstjórn Grindavíkur vill þakka öllum umsækjendum fyrir áhugann sem þeir sýndu starfinu. Grindvíkingum óskum við til hamingju með nýjan bæjarstjóra og bjóðum Róbert og fjölskyldu hans velkomna til Grindavíkur.
Róbert Ragnarsson er 34 ára gamall stjórnmálafræðingur, kvæntur Valgerði Ágústsdóttur og eiga þau 3 syni. Hann hefur undanfarin 4 ár verið bæjarstjóri í Vogum, en áður var hann verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu. Róbert er að koma aftur til Grindavíkur eftir 10 ára fjarveru, en hann var ferðamála- og markaðsfulltrúi Grindavíkur­bæjar um aldamótin.
Tillagan er samþykkt samhljóða.